Framhald í næsta poka

Bags that carry on

Framhald í næsta poka er samstarfsverkefni Krónunnar og HönnunarMars þar sem taupokar viðskiptavina Krónunnar eignast nýtt og spennandi framhaldslíf.

Flétta tók við gömlum pokum og endurgerði í nýja og eftirtektarverða poka með því að nýta gamla Krónu fána í yfirlag og kaðla. Þannig urðu endurunnir pokar að listaverki og hönnunarvöru sem um leið stuðlar að sjálfbærni og endurnýtingu.

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að vekja athygli á framtakinu Taktu poka – skildu eftir poka þar sem viðskiptavinir Krónunnar geta komið með gamla poka í verslanir og tekið sér poka ef þeir gleymast heima. Gömlum pokum er þannig komið aftur í hringrásarkerfið sem stuðlar að fullnýtingu þeirra. Að auki sparast mikilvægar auðlindir og orka sem fara í framleiðslu nýrra poka.

Design Flétta
Year 2022
Company Krónan
Photography Krónan

Previous
Previous

Turnaround

Next
Next

66°North