Work   About

Mínútustjakar
„Þegar að við vorum að þróa kertastjakana vorum við mikið að velta fyrir okkur fjöldaframleiðslu og framleiðslu á litlum skala og samanburðinum sem oft verður þarna á milli. Allar okkar vörur eru handgerðar og við vildum að augljóst væri á kertastjökunum, handverkið sem lægi að baki. Við vildum að framleiðsluferlinu væri miðlað með hlutnum sjálfum. Við framleiðum stjakana eins hratt og við getum í von um að þeir standist samanburð við aðra fjöldaframleidda stjaka. Það að lágmarka framleiðslutímann hafði svo aftur áhrif á handverkið sjálft og þannig á lokaútkomuna. “

Kertastjakarnir voru sýndir á sýningunni HönnMUNarmars á HönnunarMars 2018.Mynd: Rafael Pinho / HA MagazineMark

Flétta 2018 • info@studiofletta.is