Mark

„Allar okkar vörur eru handgerðar og skapaðar í samtali við það hráefni sem við vinnum með hverju sinni. Við höfum mikinn áhuga á að ná með því sem við gerum að segja sögur, af samfélagi okkar og umhverfi. Við viljum að verkin endurspegli samtíma okkar og að mannshöndin skilji eftir augljós ummerki. Hönnunarferlið er tilraunakennt þar sem ytri þættir taka þátt í að móta lokaafurðina og leiða okkur á óvæntar slóðir.“


Birta Rós Brynjólfsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með B.A. í vöruhönnun árið 2016. Meðfram námi stofnaði hún til verkefnisins Haugfé (2014) ásamt Auði Ákadóttur og Hrefnu Sigurðardóttur þar sem vakin er athygli á þeim verðmætum sem liggja í hráefnum sem falla til hjá framleiðslufyrirtækjum á Íslandi. Eftir útskrift fór hún í starfsnám hjá hönnunarteyminu Glithero í London. Verkefni Birtu hafa birst í miðlum á borð við Materia, Frame og Dezeen. Birta er partur af Willow Project sem hefur verið sýnt á Dutch Design Week og á sýningunni Earth Matters í TextielMuseum í Tilburg, Hollandi. Fjallað er um verkefnið í nýútgefinni bók Thames & Hudson, Radical Matter: Rethinking Materials for a Sustainable future og í bókinni Why Materials Matter: Responsible Design for a Better World.

birta@studiofletta.is
+354 694 2113
www.birtaros.cargo.site

Hrefna Sigurðardóttir útskrifaðist frá Háskóla Íslands með B.S. í iðnaðarverkfræði árið 2013 og með B.A. í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Áður hafði hún stundað nám í keramiki við Myndlistaskólann í Reykjavík. Meðfram námi stofnaði hún til verkefnisins Haugfé (2014) ásamt Auði Ákadóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur þar sem vakin er athygli á þeim verðmætum sem liggja í hráefnum sem falla til hjá framleiðslufyrirtækjum á Íslandi. Hrefna var partur af teyminu á bakvið The Travelling Embassy of Rockall (2016), samfélagsverkefni þar sem skapaður var samræðuvettvangur um samfélag framtíðarinnar.
hrefna@studiofletta.is
+354 848 5820

www.hrefnasigurdardottir.is

︎
info@studiofletta.is

Verkefni og samstarf:

2018
Reykjavíkurborg

2017 - 2018
Steinnun Eyja Halldórsdóttir & Rauði kross Íslands

2017
Samband íslenskra myndlistarmanna

2014 - 2018
Haugfé

Sýningar:

2018
30. ágúst - 4. nóvember
Endalaust
Duus Safnahúsin

14. mars - 24. mars
Mottur í mars
HönnunarMars

14. mars - 24. mars
HönnMUNarmars

HönnunarMars